Sony seldi milljón Playstation tölvur á einum sólarhring eftir að sala hófst á föstudaginn. Þetta er mesta sala á leikjatölvum í sögunni.

Forsvarsmenn Sony segja, samkvæmt frásögn Financial Times , að salan hafi verið ævintýraleg. Talið er að upphafið á sölunni hafi verið mjög mikilvægt vegna þess að í þessari viku setur Microsoft nýjustu xBox tölvuna sína á markað.

Áætlanir Sony gera ráð fyrir að búið verði að selja þrjár milljónir tölva í lok árs og fimm milljónir þegar reikningsár Sony er á enda í mars.