Starfsmenn við Fjarðarálsverkefnið á Reyðarfirði hafa lokið milljón vinnustundum á fjarveruslysa, segir í tilkynningu. Fjarveruslys eru slys þar sem starfsmaður hefur ekki getað snúið til vinnu á næstu reglulegu vakt og segir í tilkynningunni að þessum áfanga hafi verið náð þann 18. nóvember síðastliðinn.

?Að ná þessum áfanga er viðurkenning á starfi þeirra sem vinna við verkefnið og þeirra sem mynda liðsheild við byggingu álvers Alcoa Fjarðaáls. Þessi árangur endurspeglaar ekki aðeins hæfni starfsmanna, yfirgripsmikla þjálfun og kerfisbundnar og öruggar vinnuaðferðir heldur einnig þá bjargföstu trú að það er hægt er að koma í veg fyrir öll slys," segir í tilkynningu frá Birni S. Lárussyni, samkskiptastjóra verkefnisins.

Á undanförnum mánuðum hafa margir áfangar verið lagðir að baki svo sem lok meginhluta jarðvinnu, upphaf steypuvinnu, aðgang að höfninni, burðarvirki kerskálanna og byrjun vinnu við klæðningar á þak og veggi kerskálanna, segir í tilkynningunni.