Arngrímur Brynjólfsson, skiptstjóri Heineste, sem er skip sem Samherji gerði út frá Namibíu, hefur verið dæmdur til greiðslu tæpra 8 milljóna króna sektar af dómstól í Namibíu. Sektin kemur til vegna ólöglegra veiða, en Arngrímur var handtekinn vegna veiðanna í lok nóvember á síðasta ári. Ef Arngrímur greiðir ekki sektina þarf hann að sæta tólf ára fangelsi. Vísir greinir frá þessu.

Arngrímur játaði í síðustu viku að hafa stundað ólöglegar veiðar, en hann hefur gengið laus gegn tryggingu síðan 21. nóvember á síðasta ári. Skipið sem Arngrímur stýrði ku hafa stundað ólöglegar veiðar á hrygningarsvæði undan ströndum Namibíu.