Erlent 7. ágúst 2015 17:31 Ritstjórn / [email protected]

Milljónamæringum í Afríku fer ört fjölgandi

Milljónamæringum hefur fjölgað um 482% frá árinu 2000 í Angóla.

Ríkum íbúum Afríku fer ört fjölgandi. Samkvæmt skýrslu New World Wealth hefur milljónamæringum í Afríku fjölgað tvöfalt hraðar en í öðrum heimsálfum. Milljónamæringum fjölgaði mest í Angóla frá árinu 2000, eða um 482%.

Hér fyrir neðan má sjá lista Business Insider yfir þær tíu þjóðir þar sem ríkum íbúum, þeir sem eiga eignir metnar á yfir milljón dollara, hefur fjölgað hvað mest á síðustu fimmtán árum. Milljónamæringum hefur fjölgað um 145% á tímabilinu í allri Afríku, en um 73% annars staðar í heiminum.

10. Fílabeinsströndin - Milljónamæringum þar hefur fjölgað um 156% á tímabilinu og eru nú 2300 í landinu.

9. Botswana - Landið flytur út demanta og milljónamæringum þar hefur fjölgað um 160% í 2600 síðan árið 2000.

8. Alsír - Milljónamæringum fjölgaði um 161% á tímabilinu og eru nú 4700 í landinu.

7. Máritíus - Mikill túrismi er á þessari eyju og hefur milljónamæringum fjölgað um 167% á tímabilinu.

6. Namíbía - Þrátt fyrir að íbúafjöldi landsins sé einungis þrjár milljónir eru 3.100 milljónamæringar þar og hefur þeim fjölgað um 244% á tímabilinu.

5. Eþíópía - Milljónamæringum hefur fjölgað um 250% og eru nú 2800.

4. Nígería - Landið er með mesta íbúafjölda og stærsta hagkerfi Afríku. Fjöldi milljónamæringa þar hefur fjölgað um 305% og eru nú 15.400.

3. Sambía - Heimili Viktoríufossa hefur séð 400% fjölgun í milljónamæringum á 15 ára tímabili og eru þeir nú 1000.

2. Gana - Milljónamæringum hefur fjölgað um 440% á tímabilinu og eru 2.700.

1. Angóla - Landið er mjög ríkt af auðlindum og olíu og stór stétt ríkra er að myndast í landinu. Milljónamæringum fjölgaði um 482% frá árinu 2000.

Aðrar fréttir
Fólk
Skoðun
Eftir vinnu