Milljónamæringum fjöldar hratt í Kína en samkvæmt upplýsingum Financial Times hefur fjöldi milljónamæringa fjórfaldast í Kína á síðustu fimm árum. Milljónamæringar eru þeir sem eiga eina milljón dollara í hreinni eign eða um 62 milljónir króna miðað við núverandi gengi.

Fjöldi milljónamæringa í Kína er nú tvöfallt fleiri en finnast í því gamla heimsveldi Bretlandi. Eigi að síður eru Bandaríkinn enn land milljónamæringanna en þar eru þrisvar sinnum fleiri milljónamæringar en í Kína.

Svo virðist að ekki sé langt í að einn af hverjum 100 Bandaríkjamönnum séu milljónamæringar á meðan einn ef hverjum 200 Bretum fellur undir það. Japan og Evrópa hafa um það bil helmingi færri milljónamæringa en Bretland, hlutfallslega. Þrátt fyrir mikla fjölgun ríks fólks í Kína og Indlandi eru þeir enn hlutfallslega fáir miðað við heildarmannfjölda. Þannig er einn af hverjum 2.000 Kínverjum milljónamæringar en aðeins einn af hverjum 80.000 Indverjum.

Í Bandaríkjunum eru nú 2.163.000 milljónamæringar. Í Vestur-Evrópu eru þeir 818.000 talsins og í Kína eru þeir 628.000. Í Japan eru 374.000 milljónamæringar, í Bretlandi eru þeir 316.000 og á Indlandi eru 14.000 milljónamæringar.