Dæmi er um að bandarískum fyrirtækjum, sem hafa átt í erfiðleikum með greiðslu til skuldhafa eða sótt um gjaldþrotaskipti, sökum áhrifa af COVID-19, hafi samt sem áður tekist að greiða hundruð milljóna króna í bónusgreiðslur til stjórnenda. Það virðist sem svo að háar bónusgreiðslur skömmu fyrir tilkynningu um gjaldþrot séu ekki ólöglegar. New York Times fjallar um málið.

Á meðal þeirra fyrirtækja má nefna að Whiting Petroleum, sem lýsti yfir gjaldþroti í apríl síðastliðnum, greiddi framkvæmdastjóra sínum um 6,4 milljónir dala. Verslunin J.C. Penney lokar nú um 154 búðum en félagið greiddi forstjóra sínum, Jill Soltau um 4,5 milljónir dala.

Stjórnendur rafmagnsfyrirtækisins Chesapeake er að fá bónusgreiðslur þrátt fyrir væntanleg gjaldþrotaskipti og stjórnendur Hertz fengu bónusgreiðslur skömmu, áður en félagið sótti um greiðslustöðvun.

Sem réttlætingu fyrir háum, greiðslum hafa fyrirtæki nefnt að umbun sé nauðsynleg til þess að tryggja hæfa stjórnendur. Að auki nefna sum fyrirtæki að þessar bónusgreiðslur séu litlar í samanburði við fyrri umbun stjórnenda.