Bandarísk yfirvöld hafa ákveðið að setja 81 milljón Bandaríkjadala í rannsóknir á Zika-veirunni. Markmiðið er að finna bóluefni, en sjúkdómurinn sem smitast með moskítóflugum, hefur breiðst hratt út. Fyrstu tilfelli Zika-veirunnar voru greind í Suður-Ameríku. Þetta kemur fram í svari frá Sylvia Burwell, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, en Nancy Pelosi forvitnaðist um málið.