Ríflega 11 milljónir dollara eru týndar úr fjárhirslum Gambíumanna, í kjöfar þess að fyrrum leiðtogi landsins Yahya Jammeh, flúði land eftir að hafa tapað kosningum. Frá þessu er greint í frétt BBC .

Þetta var staðfest af Adama Barrow, ráðgjafa fyrrum forsetans. Nú stendur yfir rannsókn málsins, þar sem lagt er mat á það nákvæmlega hversu mikið fé er horfið úr hirslum ríkisins. Uppi eru sögusagnir um það að lúxusbílar og aðrir munir hafi verið settir um borð í tsjadíska flutningavél eftir að Jammeh yfirgaf landið.

Jammeh hefur ekki tjáð sig um málið og grunsemdir BBC eru enn óstaðfestar, þrátt fyrir yfirlýsingar starfsmanna fyrrum forseta. Jammeh var við stjórnvölinn í Gambíu í 22 ár, en yfirgaf landið um helgina. Í fyrstu sætti hann sig ekki við úrslit kosninganna, en sá svo að sér, þegar honum var hótað að vera steypt úr stóli með hernaðarvaldi af nágrannaríkjum.