Tap íslenska tölvuleikjaframleiðandans Mindgames jókst milli áranna 2009 og 2010.

Tapaði fyrirtækið 476.000 krónum árið 2010, en tapið árið 2009 var 387.000 krónur. Að sumu leyti stendur fyrirtækið sterkar árið 2010 en árið á undan.

Tekjur í fyrra námu 5,3 milljónum króna, en engar tekjur voru af starfseminni árið 2009. Þó ber að nefna að þessar tekjur eru ekki af aðalstarfsemi, heldur annarri starfsemi fyrirtækisins.

Þá er það farið að geta greitt einhver laun, því launakostnaður árið 2010 nam 2,3 milljónum króna en var enginn árið 2009. Það breytir því þó ekki að eigið fé var neikvætt um 366.000 krónur í árslok 2010.

Merki Mindgames
Merki Mindgames