Íslenska leikjafyrirtækið MindGames skilaði 1,4 milljóna króna tapi á síðasta ári, samanborið við um 480.000 króna tap árið 2010. Rekstrartekjur fyrirtækisins ríflega tvöfölduðust milli ára, fóru úr 5,3 milljónum í 10,9 milljónir, en rekstrarkostnaður jókst einnig mjög mikið. Var hann 5,8 milljónir árið 2010 en 12,2 milljónir í fyrra.

Nær allar tekjur fyrirtækisins eru styrkir en aukinn kostnaður skýrist einkum af því að aðkeypt þjónusta fór úr 1,7 milljónum árið 2010 í 7,2 milljónir í fyrra. Eigið fé MindGames var neikvætt um tæpar 1,8 milljónir króna í árslok 2011.