Bílaframleiðandinn Mini, hyggst setja á markað rafmagnsknúnar Mini bifreiðar. Reiknað er með að fyrstu bílarnir fari á götuna á næsta ári.

Mini ætlar einnig að bjóða upp á sparneytinn diesel Mini. Frá þessu er greint á netmiðli Guardian.

Vistvænir og sparneytnir bílar verða nú sífellt vinsælli. Kemur það til vegna hækkandi olíuverðs og aukinnar umhverfisvitundar neytenda. Bílasmekkur Bandaríkjamanna hefur einnig breyst og keppast þeir nú við að selja stóru bensínhákana og fá sér þess í stað minni og sparneytnari bíla.

Hinn nýji rafknúni Mini mun sameina sparneytni og útlit en hönnun Mini hefur lengi þótt aðdráttarafl.

Mini er í eigu BMW.