Stýrihópur á vegum forsætisráðherra hefur skilað af sér frumvarpi þar sem það er lagt til að sameina Þjóðminjasafn Íslands og Minjastofnun Íslands í eina stofnun.

Sameinuð stofnun mun heita Þjóðminjastofnun, en Þjóðminjasafn verður ennþá höfuðsafn og um það munu áfram gilda sérlög þrátt fyrir að það heyri undir nýja stofnun. Samhliða er lagt til að verkefni laga um menningarminjar sem lúta að frið· lýsingu húsa og mannvirkja og afnám slíkrar friðlýsingar færist til forsætisráðuneytisins, sem og verkefni Minjastofnunar Íslands samkvæmt lögum um verndarsvæði í byggð.

Í tilkynningu um málið segir að þetta feli í sér faglegan ávinning og umtalsverða hagræðingu. Stýrihópurinn telur að það sé hægt að ná allt að 10% hagræðingu innan þriggja ára