Íslenska fyrirtækið Mink Campers, sem framleiðir gistivagna, stefnir á að sækja sér aukið fé en stefnt er að safna að lágmarki 500 þúsund evrum, eða um 78 milljónum krónum. Nú þegar hefur Mink Campers sótt sér 290 þúsund evrur. Félagið sótti sér 450 þúsund Bandaríkjadali árið 2017. Frá þessu er greint í tilkynningu til Northstack.

Félagið hyggst framleiða um 400-500 vagna á næsta ári en langtímamarkmið er að framleiða 1.500 vagna á ári. Ef það gengur upp ætti félagið að fá um 20 milljónir dollara í tekjur á ári. Framleiðslan á að fara fram í Lettlandi.