Íslenski minkabændur seldu skinn fyrir 667,8 milljónir króna á sjö daga löngu uppboði á minkaskinnum í Danmörku í síðasta mánuði. Verðið er 10-15% hærra í Bandaríkjadölum talið en fengist hefur í síðustu uppboðum og hefur það aldrei verið hærra. Fram kemur í Bændablaðinu sem kom út í dag að á þessu sölutímabili hafi íslenskir minkabændur selt 136.785 skinn á sölutímabilinu. Meðalverðið var 616,6 krónur á skinn og hafa íslenskir minkabændur því selt skinn á uppboðum fyrir rétt rúma 1,8 milljarða króna.

Tvenn heimsmet voru slegin á uppboðinu. Kaupendur að minkaskinnum hafa aldrei verið fleiri og annað eins verð ekki sést á minkaskinnum.

Einar E. Einarsson, minkabóndi á Syðra-Skörðugili í Skagafirði og ráðunautur RML í minkarækt, segir í samtali við Bændablaðið ástæðuna fyrir því að meðalverðið sem íslensku minkabændurnir fengu er hærra en meðalverð á uppboðinu er fjölbreyttara framboð af stærðar og gæðaflokkum nú en áður.