Íslenskir loðdýrabændur hafa selt tæplega 40 þúsund minkaskinn fyrir a.m.k. 350 milljónir krónaí júníuppboði hjá Kopenhagen Fur í Kaupmannahöfn Meðalverð á íslenskum minkaskinnum í júní var 410 dankar krónur eða rúmlega 9.100 krónur. Verðhækkun var um 7% frá uppboðinu í apríl. Það sem af er ári hafa íslenskir loðbændur selt minkasinn fyrir rúmlega 800 milljónir króna í uppboðunum.

© Aðsend mynd (AÐSEND)
Góður árangur íslenskra minkaskinna á uppboðunum hefur vakið athygli í Danmörku og hefur áhugi kviknað hjá dönskum loðdýrabændum að fjárfesta í íslenskri loðdýrarækt. Þá er von á 50 manna hópi danskra fjárfesta í sumar sem vilja kynna sér aðstæður á Íslandi, er fram kemur á Vísi.