Meint verðstríð á matvörumarkaði hefur ýtt við fleirum söluaðilum og nú hefur Samkaup, fyrir hönd Nettó sent frá sér tilkynningu sem minnir á að þeir hafa verið í samkeppni í 15 ár. "Á matvælamarkaðnum hefur í mörg ár verið háð verðstríð um lægsta verðið. Það er ekki hægt að láta líta svo út sem núna fyrst sé að skella á samkeppni, þótt ein verslun til viðbótar tilkynni sig inn í verðstríðið," segir í tilkynningu þeirra.

Þars egir einnig að Nettó verslanirnar sem og Kaskó verslanir hafa um langt árabil verið í harðri verðsamkeppni á lágvöruverðsmarkaðnum. "Spyrja mætti hver verðlagningin hefði verið allan þennan tíma ef þessar verslanir hefðu ekki veitt harða samkeppni.

Nettó hefur lagt áherslu á að vera með mjög lágt vöruverð og mesta vöruúrvalið á lágvörumarkaðnum, mun meira en aðrir. Kaskó aftur á móti hefur verið með vörur á nánast sama verði og ?risinn á markaðnum".

Afgreiðsla fjölmiðla síðastliðna daga um verð á matvælamarkaðnum með einokunarumræðu á verði hjá Krónunni og Bónus er því ekki réttmæt.

Nettó og Kaskó eru í eigu Samkaupa h.f. sem reka einnig Samkaup úrval og Samkaup strax. Hlutur Samkaupa á matvælamarkaðnum er um 20%," segir í tilkynningu Samkaupa.

Nettó verslanirnar eru t.d. í Mjóddinni í Reykjavík, í Salarhverfinu í Kópavogi, á Akureyri og á Akranesi. Kaskó verslanirnar eru staðsettar í Reykanesbæ, í Vesturbergi í Breiðholtinu, á Húsavík og á Reyðarfirði.
Samkaup úrval og Samkaup strax dreifast vítt um landið.