Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 11,2% í janúarmánuði og minnkaði um 0,1% á milli mánaða. Þetta kemur fram í nýjum tölum Eurostat , hagstofu Evrópusambandsins.

Atvinnleysi innan svæðisins hefur minnkað nokkuð frá því sem var fyrir ári síðan þegar það mældist 11,8%. Þá er þetta minnsta atvinnyleysi sem mælst hefur á svæðinu frá því aprílmánuði 2012.

Innan alls Evrópusambandsins mældist atvinnuleysi hins vegar 9,8% í mánuðinum og minnkaði um 0,1% milli mánaða. Til samanburðar mældist það 10,6% í janúar á síðasta ári.

Minnst var atvinnuleysið í Þýskalandi, eða 4,7%, og Austurríki, þar sem það nam 4,8%. Mest var það hins vegar í Grikklandi, en þar nam hlutfallið 25,8%.

Til samanburðar mældist atvinnuleysi 4,4% á Íslandi í janúar.