Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 9,5% í febrúar og hefur atvinnuleysi ekki verið lægra á svæðinu síðan maí 2009. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

Af 19 ríkjum á evrusvæðinu var minnsta atvinnuleysið í Tékklandi, 3,4% og Þýskalandi 3,9%. Hins vegar var mesta atvinnuleysið í Grikklandi 23,1% og á Spáni 18%. Atvinnuleysi í Frakklandi, var 10%. Atvinnuleysi dróst saman í Spáni og í Portúgal að því er kemur fram í frétt AFP.

Í kjölfar efnahagskreppunnar árið 2009 fór atvinnuleysi upp í hæst 12,1%.