*

mánudagur, 25. október 2021
Innlent 21. júlí 2019 15:04

Minna fjör á B5

Hagnaður skemmtistaðarins B5 dróst saman milli ára en fyrirtækið hagnaðist um 21,5 milljónir á síðasta ári

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hagnaður skemmtistaðarins B5 dróst saman milli ára en fyrirtækið hagnaðist um 21,5 milljónir á síðasta ári samanborið við 41 milljón árið á undan. Rekstrartekjur staðarins námu 247 milljónum í fyrra en rekstrargjöldin voru 224 milljónir.

Eignir skemmtistaðarins í árslok 2018 námu rétt rúmum 39 milljónum miðað við 66,4 milljónir í árslok 2017. Laun og launatengd gjöld námu 81,4 milljónum króna á síðasta ári miðað við 78,3 milljónir króna árið á undan.

Eigið fé fyrirtækisins var 27,8 milljónir króna á síðasta ári miðað við 46,3 milljónir árið á undan. Handbært fé frá rekstri árið 2018 nam 35 milljónum samanborið við 55,5 milljónir 2017. Móðurfélag B5 er Kráarfélagið ehf. Skemmtistaðurinn er í Bankastræti 5 en framkvæmdastjóri staðarins er Þórður Ágústsson.

Stikkorð: Uppgjör B5