Hagnaður viðburðarfyrirtækisins Sena Live ehf. dróst verulega saman, eða um 40 milljónir króna á milli áranna 2016 og 2017. Hagnaður síðasta árs nam 7,3 milljónum en var 47,2 milljónir árið á undan. Framlegð félagsins lækkaði um 83,6 milljónir í 57,6 milljónir, en laun hækkuðu um nálega 52%, úr 14,6 milljónir í 22,1 milljónir. Annar rekstrarkostnaður jókst einnig, úr 20,4 milljónum í 28 milljónir. Jón Diðrik Jónsson er aðaleigandi Senu Live.