Útflutningur á ferskum fiski til Bretlands um hátíðarnar er mun minni en á sama tíma í fyrra, að sögn Jóns Steins Elíassonar, forstjóra Toppfisks og formanns Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, Sfú. Kemur þetta fram á mbl.is.

Jón Steinn segir að samt sem áður sé salan góð á Bretlandsmarkað en núna leggi stóru verslunarkeðjurnar meiri áherslu á að selja eldislax, einkum frá Noregi og Síle, en ferskan þorsk og ýsu. Segir hann að þessa vikuna hafi Toppfiskur sent um 40-50 tonn af ferskfiski til Bretlands og það sé helmingi minna en á sama tíma undanfarin ár.