Lán til einkageirans á evrusvæðinu minnkaði um 1,9% miðað við sama mánuð árinu áður samkvæmt tölum frá evrópska seðlabankanum.

Seðlabankinn birti mat í júlí sem sýnir að bankar á evrusvæðinu, sem lúta að strangari eiginfjárkröfum, gera meiri kröfur þegar kemur að lánveitingum til fyrirtækja og fasteignakaupa.

Lánum til Spánar minnkaði mest eða um 10%. Lán jukust einungis til Finnlands, Eistlands og Hollands.

Þessar fregnir þrýstir á seðlabankann að halda stýrivöxtum lágum til að reyna að kynda undir meiri lánveitingar. Sumir greinendur telja að ef lánum haldi áfram að fækka verði seðlabankinn að grípa inn í með öðrum hætti en lækkun stýrivaxta.