Forseti Kína, Xi Jinping, hefur hvatt leiðtoga G20 ríkjanna að forðast innantóm orð og vinna frekar að lausnum til að ýta frekar undir hagvöxt ríkjanna.

Kínverjar halda nú í fyrsta skiptið fund G20 ríkjanna í Hangzhou. Segi Xi einnig að ríki heimsins stæðu á krossgötum vegna óvissu á mörkuðum og minnkandi milliríkjaviðskipta.

Ríkin 20 ræddu meðal annars viðskiptahindranir, stálkreppu í heiminum og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og áhrif þess á efnahag heimsins.

Angela Merkel tekur undir með Xi, og telur gífurlega mikilvægt að ríkin vinni saman til að auka hagvöxt í heiminum.

Eins og nafnið gefur að kynna, þá sitja fulltrúar 20 öflugustu hagkerfa á G20 fundunum.