*

laugardagur, 29. janúar 2022
Erlent 5. september 2016 07:56

Minna mas, meiri hagvöxtur

Forseti Kína, hvetur ráðamenn G20 ríkjanna að spara innantóm orð og reyna frekar að ýta undir hagvöxt ríkjanna.

Ritstjórn
epa

Forseti Kína, Xi Jinping, hefur hvatt leiðtoga G20 ríkjanna að forðast innantóm orð og vinna frekar að lausnum til að ýta frekar undir hagvöxt ríkjanna.

Kínverjar halda nú í fyrsta skiptið fund G20 ríkjanna í Hangzhou. Segi Xi einnig að ríki heimsins stæðu á krossgötum vegna óvissu á mörkuðum og minnkandi milliríkjaviðskipta.

Ríkin 20 ræddu meðal annars viðskiptahindranir, stálkreppu í heiminum og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og áhrif þess á efnahag heimsins.

Angela Merkel tekur undir með Xi, og telur gífurlega mikilvægt að ríkin vinni saman til að auka hagvöxt í heiminum.

Eins og nafnið gefur að kynna, þá sitja fulltrúar 20 öflugustu hagkerfa á G20 fundunum.

Stikkorð: Kína G20 Kína Xi