Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, komst í fréttirnar í vikunni þegar eiginkona hans greindi frá því þegar hann bjargaði tveimur tyrkneskum mæðgum frá drukknun í höfninni í Izmir.

Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem Vilhjálmur er fréttamatur. Eitt fyrsta skiptið sem það gerðist var þegar rætt var við hann í Morgunblaðinu í ágúst 1976, en Vilhjálmur var þá framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna. Sagði hann að aðalverkefni stjórnvalda ætti að vera samdráttur í ríkisbúskapnum.