ÁTVR
ÁTVR
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Sala áfengis í lítrum var 3,1% minni á tímabilinu janúar til október í ár, í samanburði við árið 2010. Sala á bjór dróst saman um 4,3% og sterkt áfengi dróst saman um 3,5%. Þetta kemur fram í frétt Vínbúðarinnar.

Salan í október var 11,8% minni en hún var í október 2010. Flestir viðskiptavinir koma á föstudögum og laugardögum. Bent er á að í samanburði milli ára þarf alltaf að hafa í huga skiptingu þessara vikudaga milli mánaða.

Frétt Vínbúðarinnar.