Tæplega 8 milljóna króna tap varð á rekstri Opinna kerfa á síðasta ári en árið áður tapaði upplýsingatæknifyrirtækið 213 milljónum króna. Tekjur félagsins námu 3,7 milljörðum króna og drógust saman frá fyrra ári er tekjurnar námu 3,9 milljörðum.

Eignir námu 1,4 milljörðum króna í lok síðasta árs og eigið fé 339 milljónum. Meginþorri hlutafjár félagsins, um 87%, er í eigu fjárfestingasjóðsins MF1. Ragnheiður Harðar Harðardóttir er forstjóri Opinna kerfa.