Eignarhaldsfélagið Perla Norðursins, sem heldur utan um náttúrusýningu og ýmsa aðra afþreyingu í húsakynnum Perlunnar, tapaði 62 milljónum króna í fyrra. Til samanburðar nam tap félagsins 279 milljónum króna árið áður.

Tekjur námu 600 milljónum króna og nærri tvöfölduðust frá fyrra ári. Eignir námu 2,2 milljörðum króna í lok síðasta árs, skuldir 1,5 milljörðum og eigið fé 684 milljónum króna.

Gunnar Gunnarsson er framkvæmdastjóri félagsins.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, sem kom út 1. september.