Þrír stórir fjárfestingabankar í Bandaríkjunum, Lehman Brothers, Bank of America og JPMorgan, gera ráð fyrir að virði samruna og yfirtaka falli um allt að 20% á næsta ári.

Í Vegvísi Landsbankans segir að Goldman Sachs, einn helsti ráðgjafinn á þessu sviði, hafi þegar reiknað með minnkandi tekjum bankans af samrunum og yfirtökum á næsta ári. Efnahagsaðstæður hafa versnað fyrir skuldsettar yfirtökur enda hefur fjármögnunarkostnaður ekki verið hærri í fjögur ár.