Vöruskipti við útlönd voru hagstæð um 75,7 milljarða króna á fyrstu ellefu mánuðum nýliðins árs. Afgangurinn hefur ekki verið minni eftir kreppu. Til samanburðar nam afgangurinn tæpum 97 milljörðum krónum á sama tíma í fyrra, 106 milljörðum árið 2010 og 77 milljörðum króna árið 2009. Á árunum 2003 til 2008 voru vöruskiptin hins vegar neikvæð um tugi milljarða króna.

Aðeins í nóvember voru vöruskipti jákvæð um 8,3 milljarða króna. Verðmæti útflutnings nam 54,6 milljarða króna en inn fyrir 44 milljarða.

Fram kemur í upplýsingum Hagstofunnar um vöruskiptajöfnuð sem birtar voru í dag, að vörur voru fluttar út fyrir 581,3 milljarða króna á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs en inn fyrir 505,7 milljarða.