Fjárfesting í atvinnurekstri virðist ekki ætla að verða mikil á næstu 12 mánuðum, samkvæmt stjórnendakönnun MMR og Viðskiptablaðsins. Ríflega 44,3% segjast að vísu ætla að fjárfesta svipað og verið hefur og tæplega 21% ætlar að fjárfesta meira. Tæp 35% ætla hins vegar að fjárfesta minna

Fjárfesting samkvæmt stjórnendakönnun MMR
Fjárfesting samkvæmt stjórnendakönnun MMR
© None (None)

Stækka má myndina með því að smella á hana.

Þegar þetta er borið saman við svör manna um hverjar verði helstu áherslur í fjárfestingum sést hins vegar glögglega að ekki verður mikið um nýfjárfestingu, því rúm 40% horfa fyrst og fremst til endurnýjunar, þar sem líku er skipt út fyrir líkt, en önnur 40% hafa rekstrarhagræðingu helst í huga.

Aðeins 18% hyggjast fjárfesta með framleiðsluaukningu að markmiði.

Furðulítill munur reyndist á fyrirtækjum í þessu samhengi, en þó mátti t.d. sjá að meðal sjávarútvegsfyrirtækja hugðu aðeins 17,2% á meiri fjárfestingu, en í þjónustugeiranum töldu 25,7% að meira yrði fjárfest.

Þá skera allra stærstu fyrirtækin sig nokkuð úr hvað aukinn fjárfestingaráhuga áhrærir.