Hið dæmigerða íslenska ferðaþjónustufyrirtæki er einyrkjafyrirtæki sem stendur ekki undir launum tveggja starfsmanna. Slíkt fyrirtæki býr við náttúrulega óhagkvæmni sem fylgir svo litlum rekstri sem skýrir hvers vegna arðsemi margra fyrirtækja í greininni hefur löngum veriðónóg. Þetta kemur fram í skýrslu hagfræðideildar Landsbankans um stöðu ferðaþjónustunnar sem birt var samhliða ráðstefnu bankans um vöxt og væntingar í ferðaþjónustu sem haldin var fyrr í þessum mánuði.

Efnahagsreikningur hins dæmigerða íslenska ferðaþjónustufyrirtækis var um 10,3 milljónir króna árið 2011 og ársvelta þess fyrirtækis var um 10 milljónir króna. Það gefur augaleið að slíkt fyrirtæki stendur ekki undir launum tveggja starfsmanna og hvað þá öðrum rekstri.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.