*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 25. maí 2019 13:09

Minni hagnaður af salatinu

Hagnaður gróðrarstöðvarinnar Lambhaga dróst saman um 12,5% á síðasta ári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður gróðrarstöðvarinnar Lambhaga dróst saman um 12,5% á síðasta ári, úr 37,5 milljónum árið 2017 í 32,8 milljónir í fyrra. Á sama tíma jukust tekjur félagsins um 10,4%, úr 547,5 milljónum í 604,2 milljónir króna, meðan rekstrarkostnaðurinn, ásamt afskriftum, jókst um 12,3%, úr 494,4 milljónum í 554,9 milljónir króna.

Skuldir félagsins stóðu nánast í stað milli ára, og námu rétt rúmlega 203,4 milljónum í lok síðasta árs, meðan eigið fé félagsins jókst úr 17,7 milljónum í 50,6 milljónir, svo heildareignir þess jukust úr 221,2 milljónum í 254 milljónir, eða um nærri 15% milli ára. Handbært fé félagsins dróst saman um 10% yfir árið 2018, úr rétt rúmlega milljón í 908,4 milljónir króna. Félagið fjárfesti fyrir 56 milljónir króna á árinu, en það hefur verið að stækka við sig bæði í Reykjavík og nú umtalsvert í Mosfellsdal. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is