Hagnaður gróðrarstöðvarinnar Lambhaga dróst saman um 12,5% á síðasta ári, úr 37,5 milljónum árið 2017 í 32,8 milljónir í fyrra. Á sama tíma jukust tekjur félagsins um 10,4%, úr 547,5 milljónum í 604,2 milljónir króna, meðan rekstrarkostnaðurinn, ásamt afskriftum, jókst um 12,3%, úr 494,4 milljónum í 554,9 milljónir króna.

Skuldir félagsins stóðu nánast í stað milli ára, og námu rétt rúmlega 203,4 milljónum í lok síðasta árs, meðan eigið fé félagsins jókst úr 17,7 milljónum í 50,6 milljónir, svo heildareignir þess jukust úr 221,2 milljónum í 254 milljónir, eða um nærri 15% milli ára. Handbært fé félagsins dróst saman um 10% yfir árið 2018, úr rétt rúmlega milljón í 908,4 milljónir króna. Félagið fjárfesti fyrir 56 milljónir króna á árinu, en það hefur verið að stækka við sig bæði í Reykjavík og nú umtalsvert í Mosfellsdal.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .