*

föstudagur, 5. júní 2020
Innlent 11. september 2017 12:52

Minni hagnaður af svína- og nautarækt

Greinargerð fyrir Bændasamtökin segir hagnað bænda minnka mikið vegna aukinnar heimildar til innflutnings á tollfrjálsum afurðum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Vífill Karlsson hagfræðingur segir að margir bændur stefni í hallarekstur vegna samkeppni við stóraukinn innflutning á landbúnaðarvörum. Eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá taka á næstunni gildi aukin heimild til tollfrjáls innflutnings á landbúnaðarvörum frá löndum Evrópska efnahagssvæðisins.

Vífill segir í greiningu sem hann gerði fyrir Bændasamtök Íslands að tekjur bænda a nautakjöti kynnu að minnka um allt að 14,2% vegna aukinna tollfrjálsra kvóta að því er Morgunblaðið greinir frá. „Þetta mun þurrka út hagnað margra bænda. Hagnaður þeirra er enda gjarnan lágt hlutfall af veltu,“ segir Vífill, sem segir tekjur svínaræktenda geta dregist saman um allt að 16,2%.

Síðan greiningin var gerð haustið 2015 hefur gengi krónunnar styrkst töluvert, evran farið til dæmis úr 144 krónum í 127 krónur, svo Vífill telur áhrif gengisþróunar á aukinn innflutning á kjöti hafa verið vanmetin í greiningunni.