Hagnaður Bílabúðar Benna á síðasta ári nam 94,9 milljónum króna. Árið 2012 var hagnaðurinn tæplega 160 milljónir króna. Sala dróst saman um rúmar 740 milljónir króna milli ára og nam tæplega fjórum milljörðum króna í fyrra. Launakostnaður og rekstrarkostnaður hækkaði milli ára. Stöðugildum fjölgaði um 17 að meðaltali milli þessara ára en þau voru 100 í lok ársins 2013.

Eignir félagsins í lok árs 2013 námu 2,1 milljarði króna og minnkuðu lítillega milli ára. Skuldir lækkuðu milli ára og námu 649 milljónum í lok árs og eigið fé var tæplega 1,5 milljarðar króna. Benedikt Eyjólfsson er forstjóri og stærsti eigandi Bílabúðar Benna.