Hótel Holt Hausti ehf., sem rekur Hótel Holt, hagnaðist um 18,7 milljónir króna í fyrra. Rekstrarhagnaður félagsins var 40,3 milljónir króna, en félagið hafði 18,2 milljónir í fjármagnsgjöld og tapaði 2,2 milljónum á gengismun. Hagnaður Hótel Holts á síðasta ári var mun minni en á árinu 2013, þegar félagið græddi 76,3 milljónir á gengismun.

Bókfært verð eignarinnar að Bergstaðastræti 37, þar sem Hótel Holt er til húsa, var 295 milljónir um síðustu áramót.

Eigið fé félagsins um áramótin var neikvætt um 221 milljón, en félagið skuldaði eina hluthafa sínum, Geirlaugu Þorvaldsdóttur, 512 milljónir króna.

Handbært fé félagsins lækkaði um 15,2 milljónir króna á árinu.