*

mánudagur, 6. desember 2021
Innlent 24. júní 2016 17:23

Minni hagnaður hjá Lax-á

Hagnaður síðasta árs nam 9,7 milljónum króna en það er 74% lækkun frá árinu á undan.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Félagið Lax-á, sem sérhæfir sig í útleigu á veiði- ám og veiðihúsum, hagnaðist um 9,7 milljónir króna á síðasta rekstrarári, sem var frá nóvember 2014 til október 2015. Það er um 74% minni hagnaður en á fyrra rekstrarári.

Eigið fé Lax-ár nam 187 milljónum króna í lok síðasta árs og eignir félagsins voru 429 milljónir króna. Fasteignir félagsins og lóðir þess voru metnar á 333 milljónir króna í lok rekstrarársins. Lax-á greiddi ekki arð á síðasta ári.

Stærstu eigendur Lax-ár eru Árni Þormar Baldursson og Valgerður F. Baldursdóttir, hvort um sig með um 29% hlut. Árni er jafnframt framkvæmdastjóri Lax-ár.

Stikkorð: Viðskipti Lax-á Hagnaður Afkoma