Fyrirtækið Rarik ohf., sem er í fullri eigu ríkissjóðs, hagnaðist um 927 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Dróst hagnaðurinn saman frá fyrra ári þegar hann nam 1.265 milljónum króna. Félagið birti árshlutauppgjör núna í morgun.

Tekjur fyrirtækisins námu 6.633 milljónum króna á tímabilinu. Rekstrargjöld voru 5.370 milljónir króna og rekstrarhagnaður var því 1.263 milljónir króna. Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur voru hins vegar 548 milljónir króna, en áhrif hlutdeildarfélags voru jákvæð sem nemur 354 milljónum króna á tímabilinu.

Eignir félagsins í lok tímabilsins námu 48,8 milljörðum króna samkvæmt efnahagsreikningi. Skuldir námu samtals 18,7 milljörðum króna og nam eigið fé félagsins því 30,1 milljarði króna. Jókst það um rúmar 600 milljónir króna á milli ára.

Hlutafé félagsins er 5.000 milljónir króna og er það allt í eigu ríkissjóðs