*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 28. ágúst 2015 10:31

Minni hagnaður hjá Rarik

Opinbera hlutafélagið Rarik hagnaðist um tæpan milljarð á fyrri helmingi ársins.

Ritstjórn
Tryggvi Þór Haraldsson er forstjóri Rarik.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Fyrirtækið Rarik ohf., sem er í fullri eigu ríkissjóðs, hagnaðist um 927 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Dróst hagnaðurinn saman frá fyrra ári þegar hann nam 1.265 milljónum króna. Félagið birti árshlutauppgjör núna í morgun.

Tekjur fyrirtækisins námu 6.633 milljónum króna á tímabilinu. Rekstrargjöld voru 5.370 milljónir króna og rekstrarhagnaður var því 1.263 milljónir króna. Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur voru hins vegar 548 milljónir króna, en áhrif hlutdeildarfélags voru jákvæð sem nemur 354 milljónum króna á tímabilinu.

Eignir félagsins í lok tímabilsins námu 48,8 milljörðum króna samkvæmt efnahagsreikningi. Skuldir námu samtals 18,7 milljörðum króna og nam eigið fé félagsins því 30,1 milljarði króna. Jókst það um rúmar 600 milljónir króna á milli ára.

Hlutafé félagsins er 5.000 milljónir króna og er það allt í eigu ríkissjóðs

Stikkorð: Rarik
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is