Snóker- og Poolstofan ehf., sem er til húsa í Lágmúla í Reykjavík, hagnaðist um 973.000 krónur á síðasta ári. Það er verulegur samdráttur frá því árið 2013 þegar hagnaðurinn nam 32,6 milljónum króna.

Handbært fé frá rekstri Snóker- og Poolstofunnar var neikvætt um 546.000 krónur á síðasta ári en var neikvætt um rúmar 15 milljónir árið 2013.

Eigið fé félagsins var 10,3 milljónir króna í lok síðasta árs, en eignir félagsins námu samtals 23,3 milljónum króna. Þar af voru skammtímakröfur 12,4 milljónir króna.

Brynjar Valdimarsson á allt hlutafé í Snóker og Poolstofunni.