Hagnaður ársins 2018 hjá Kartöfluverksmiðju Þykkvabæ ehf., nam 43,8 milljónum króna. Dróst hagnaðurinn saman um rúm 16% frá fyrra ári, þegar hann nam 52,3 milljónum króna, á sama tíma og tekjur félagsins jukust um ríflega 6%, úr 841,7 milljónum í 895,3 milljónir. Rekstrargjöld félagsins jukust hins vegar á árinu um 8%, úr 775 milljónum í 837,7 milljónir króna.

Hrein eign félagsins í árslok nam 243,2 milljónum króna, sem er aukning um tæplega 11%, úr 219,4 milljónum króna í ársbyrjun, en á sama tíma drógust skuldir félagsins saman um tæp 10%, úr 165,9 milljónum í 149,4 milljónir. Heildareignirnar jukust því um 1,8%, úr 385,4 milljónum í 392,6 milljónum króna. Sómi ehf. á nærri alla eignarhluti í félaginu en Arnþór Pálsson er framkvæmdastjóri félagsins.