Hagnaður Eignarhaldsfélag Hörpu nam í fyrra um 72,6 milljónum króna, samanborið við 103,2 milljónir króna árið áður. Tekjur félagsins af hlutabréfaviðskiptum nam á árinu 110,8 milljónum krón, samanborið við 137,4 milljónir króna árið áður.

Eignarhaldsfélag Hörpu er sem kunnugt er í eigu Helga Magnússonar, fjárfestis og varaformanns stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, og annarra erfingja málningarfyrirtækisins Hörpu-Sjafnar.. Sjálfur á Helgi rúmlega helmingshlut í félaginu og stýrir fjárfestingum þess.

Eignir félagsins eru umtalsverðar en skráðar eignir voru í árslok 2012 um 664 milljónir króna. Þar munar mestu um 613 milljóna króna bókfærða eign í skráðum markaðshlutabréfum. Þau eru að langmestu leyti í Marel.

Eigið fé félagsins í árslok 2012 var um 372,6 milljónir króna en langtímaskuldir um 234 milljónir króna.