Flugfélagið Primera Air, sem er í eigu Andra Más Ingólfssonar, skilaði um 566 þúsund dollara hagnaði, um 69 milljónum króna, eftir skatta á árinu 2011. Það er nokkuð undir væntingum félagsins en í skýrslu stjórnar í ársreikningi félagsins segir að áætlun hafi gert ráð fyrir um 5,2 milljóna dollara hagnaði á árinu. Árið 2010 var hagnaður félagsins um 3,4 milljónir dollara. 

Andri Már segir að verðhækkanir á eldsneyti og mikill órói í Norður- Afríku hafi komið illa við félagið. „Við vorum með 6 vélar í rekstri og veltu yfir 200 milljónir dollara en sveiflan í eldsneytinu var yfir 10 milljónir dollara,“ segir Andri en hann segir félagið hafa verið varið fyrir hluta af hækkandi eldsneytiskostnaði en ekki sé hægt að verja sig að öllu leyti fyrir slíku. „2011 var hæsta eldsneytisverð í sögulegu samhengi nokkurn tíma. Það er þetta sem hafði langmestu áhrifin á afkomuna þetta ár.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.