Hagnaður breska dreifingar- og smásölufyrirtækisins NWF, sem Atorka á 22% hlut í, dróst saman um 65% á fyrri helmingi reikningsárs fyrirtækisins sem lauk 30. nóvember síðastliðinn. Tekjur jukust um 11% en hagnaður dróst samt sem áður saman vegna hás olíuverðs og kostnaðar vegna stækkunaráforma samkvæmt tilkynningu félagsins. Greint var frá þessu í Vegvísi Landsbankans. Þá er nefnt að slæmt sumarveður og róleg byrjun á jólasölu hafi haft áhrif á reksturinn. Hins vegar muni velta aukast umtalsvert á reikningsárinu. Gengi hlutabréfa NWF lækkaði um 19% í dag.