Hagvöxtur 20 helstu iðnríkja heims (G20) dróst saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Meðalhagvöxtur ríkjanna var 3% á tímabilinu samanborið við 3,3% á sama tíma í fyrra.

Hagvaxtatölur er teknar saman af Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) en eins og gefur er að skilja er allur gangur á hagvexti einstakra ríkja. Þannig mældis Hagvöxtur í Kína 7,6% á öðrum ársfjórðungi á meðan 2,6% samdráttur varð á Ítalíu.

Rétt er að geta þess að leiðtogafundur 19 stærstu iðnríkja heims og fulltrúum Evrópusambandsins fer fram í Mexíkó í þessari viku.