Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) mun lækka hagvaxtarspá næsta árs fyrir öll helstu hagkerfi heims. Spáin um horfur í alþjóðahagkerfinu verður gefin út í næstu viku en hins vegar virðist efni hennar hafa lekið út. AP-fréttastofan hefur eftir nafnlausum heimildarmanni að ástæðuna fyrir verri horfum á næsta ári megi rekja til lausafjárþurrðarinnar sem myndaðist í kjölfar titrings á fjármálamörkuðum vegna ástandsins á bandaríska fasteignalánamarkaðnum.

Sjá nánari umfjöllun í Viðskiptablaðinu í dag.