Hagkerfi Noregs óx um aðeins 0,2%, að undanskildum olíu-iðnaðinum, sem er heldur minna en sérfræðingar gerðu ráð fyrir en þeir spáðu 0,7% hagvexti. Þetta er heldur minna en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en þá óx hagkerfið um 0,6%.

Gert er ráð fyrir því að Norski seðlabankinn bregðist við þessum fregnum með því að lækka stýrivexti en bankinn hélt stýrivöxtum stöðugum í 1,5% í júní.

Einkaneysla óx um 0,2% og fjárfestingar um 5,1%. Útflutningur um 2,2%.

Norska krónan veiktist um 1,4% gagnvart evrunni og lækkaði næstmest af þeim 16 gjaldmiðlum sem Bloomberg fylgist með. Seðlabankinn spáir 2,5% hagvexti fyrir árið 2013 og 2,75% hagvexti fyrir það næsta.