Dæmi er um að kviknað hafi í síðu hár og fatnaði þar sem kerti voru staðsett þannig að auðvelt var að reka sig í þau. Forsvarsmenn fyrirtækja ættu einnig að huga vel að sínu húsnæði í jólafríinu þar sem skaði getur orðið vegna leka í vatnstengdum kaffi- eða vatnsvélum enda enginn í húsinu í nokkurn tíma. Þetta segir Fjóla Guðjónsdóttir, forstöðumaður forvarna hjá Sjóvá.

Hún segir flesta kertabruna verða á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. „Í flestum tilfellum er um að ræða minni háttar bruna þar sem enginn slasast og lítið fjárhagslegt tjón verður en það þarf lítið til og því þarf reykskynjarinn að að virka.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .