*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Innlent 6. október 2020 12:09

Minni innflutningur á eldsneyti

Fimmtungi meiri vöruútflutningur og minni eldsneytisinnflutningur bætti vöruviðskiptahallann um 80% milli ára í september.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vöruútflutningur jókst í öllum greinum í september í ár frá sama tíma fyrir ári á sama tíma og vöruinnflutningur dróst saman svo vöruviðskiptahallinn var um 80% hagstæðari en á sama fyrir ári. Þau voru samt sem áður óhagstæð um 3,8 milljarða í mánuðinum að því er Hagstofa Íslands greinir frá.

Það er töluvert mikil minnkun þó frá árinu 2019 þegar vöruviðskiptin voru óhagstæð um 19 milljarða króna á gengi hvors árs. Jókst útflutningurinn um ríflega fimmtung meðan innflutningurinn dróst saman um tæplega 6%, þá aðallega vegna minni innflutnings á eldsneyti.

Verðmæti vöruútflutnings nam 61,6 milljörðum króna samkvæmt bráðabirgðatölum sem var 11,2 milljörðum króna meira en á sama tíma árið 2019, sem er aukning um 22,2% miðað við gengi hvors árs.

Á sama tíma var vöruinnflutningurinn 4 milljörðum króna lægri í september í ár en í september í fyrra, eða 5,8% á gengi hvors árs. Lækkunin er sögð aðallega mega rekja til minni innflutnings á eldsneyti.