Kosningaþáttaka hefur verið með rólegra móti það sem af er degi. Á vef Vísis kemur fram að klukkan ellefu í dag höfðu hlutfallslega færri höfðu kosið í Suðvesturkjördæmi en á sama tíma þegar þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um Icesave II árið 2010. Stormur geysar á Suður- og Suðvesturlandi um þessar mundir og því líklegt að veðurfar eigi þátt í dræmri kosningarþátttöku fyrir hádegi.

Klukkan ellefu höfðu 4,5% þeirra sem eru á kjörskrá kosið í kjördæminu en á kjörskrárstofni eru 68.242 manns.  Í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave II árið 2010 höfðu 4,9% fólks á kjörskrá kosið sama tíma dags.