Vegna óhagstæðra efnahagsfrétta af íslenska markaðinum og of hás gengis á hlutabréfum í Storebrand telur Carnegie ólíklegt að íslenskir bankar haldi áfram að stækka hlut sinn í félaginu og mæla því með að fjárfestar selji bréf sín í Storebrand. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.

Dótturfélag Kaupþings banka keypti tæplega 5% hlut í Storebrand í upphafi árs. Þessi kaup orsökuðu það að markaðurinn hefur talið möguleika á að íslenskur banki ætli að auka hlut sinn og jafnvel reyna yfirtöku á Storebrand. Gengi hlutabréfa í Storebrand lækkaði um 1,8% í gær og í dag.