Framboð af flugeldum til sölu fyrir áramótin síðastliðinn námu 600 tonnum. Salan hefur vaxið frá árinu 2009 en samkvæmt Morgunblaðinu er tilfinning manna sú að salan sé ekki jafn góð og í fyrra. Svipað magn var flutt inn af flugeldum milli ára eða um 586 tonn. Það er mun minna en árið 2007 þegar 850 tonn voru flutt inn.

Jón Ingi Sigvaldsson hjá Landsbjörg segir að búist sé við því að margir haldi áfram að kveðja árið á þrettaándanum þar sem veður var á mörgum stöðum of slæmt fyrir flugelda.